*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 16. júní 2019 12:03

112 milljóna hagnaður Curio

Curio hagnaðist um 112 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 64 milljóna króna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio.
Haraldur Guðjónsson

Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, hagnaðist um 112 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 64 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu rúmlega 986 milljónum króna. Eignir námu 876 milljónum króna í árslok 2018 og eigið fé félagsins nam 258 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 365 milljónum króna en að meðaltali störfuðu 34 starfsmenn hjá fyrirtækinu í fyrra. Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri félagsins.

Stikkorð: uppgjör Curio
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is