Velta með hlutabréf í Icelandair nam 1120 milljónum íslenskra króna í Kauphöllinni. Í dag fór fram kynning fyrir fjárfesta á áætlun félagsins fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi verulega og vélum félagsins mun fjölga um þrjár. Bréf í félaginu hækkuðu um 1,96%.

Næst mest viðskipti voru með bréf í Högum eða fyrir 472 milljónir króna. Gengi bréfanna lækkaði um 3,09%. Tryggingafélögin, TM og VÍS, lækkuðu bæði. TM lækkaði um 0,16% í 113 milljóna króna viðskiptum. VÍS lækkaði um 0,19% í 85 milljóna króna viðskiptum.