Landsmönnum fjölgaði um 1.200 manns á þriðja ársfjórðungi og bjuggu hér á landi í lok fjórðungsins 325.100 manns hér á landi. Þar af voru 163.000 karlar og 162.010 konur, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu við lok þriðja ársfjórðungs 208.210 manns. Af heildarmannfjöldanum voru erlendir ríkisborgarar hér á landi 22.760 í lok árs eða sem nemur 7% af heildarfjöldanum á landinu.

Á þriðja ársfjórðungi fæddust hér á landi 1.130 börn, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 620 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 170 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 790 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri konur en karlar fluttust frá landinu.