*

fimmtudagur, 9. apríl 2020
Innlent 20. janúar 2020 07:11

114 milljóna tap Capital Inn

Eigið fé hótelsins var neikvætt um 100 milljónir króna í árslok 2018.

Ritstjórn
Árni Valur Sólonsson.
Haraldur Guðjónsson

114 milljóna króna tap varð af rekstri Capital Inn hótelsins árið 2018. Tekjur hótelsins námu 294 milljónum króna og jukust um 141 milljón króna frá árinu áður en rekstrargjöld jukust að sama skapi verulega, eða um 238 milljónir, úr 123 milljónum í 361 milljón. Munaði þar mest um að laun og tengd gjöld jukust um 106 milljónir milli 2017 og 2018.

Eignir hótelsins í árslok 2018 námu 467 milljónum króna og eigið fé var neikvætt um 100 milljónir. Hótelið er í helmingseigu Árna Vals Sólonssonar.