Bókfærður einskiptikostn­aður nam 11,4 milljónum króna vegna starfsloka í nýbirtum árshlutareikningi Ríkis­útvarpsins ohf. Í samtali við Við­skiptablaðið segir Páll Magnússon útvarpsstjóri að stærsta skýringin sé vegna starfsloka Sigrúnar Stefáns­dóttur, fyrrverandi dagskrárstjóra RÚV.

„Ábyggilega er stærsta skýr­ingin þarna. Það er örugglega eitt­ hvað fleira sem kemur til þó ég muni það ekki alveg í svipinn og starfs­lok hennar vegi einna þyngst,“ segir Páll sem var staddur úti á landi þegar Viðskiptablaðið náði tali af honum.

Sigrún Stefánsdóttir lét af störfum sem dagskrárstjóri í byrjun október á síðasta ári. Þegar tilkynnt var um uppsögnina var greint frá því að Sig­rún hætti samstundis störfum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.