Google hefur borist 119 beiðnir frá Íslandi um að fjarlægja alls 282 hlekki úr niðurstöðum leitarvélarinnar. Af þeim hefur Google fjarlægt 94 hlekki, eða 33,2%. Þetta kemur fram á vefsvæði Google.

Eins og VB.is greindi frá í gær hefur Google fengið tæplega 145 þúsund beiðnir á síðustu mánuðum varðandi tæplega 498 þúsund hlekki sem einstaklingar vilja láta fjarlægja úr gagnagrunni leitarvélarinnar. Ástæðan er sú að Evrópudómstóllinn úrskurðaði í maí að einstaklingar gætu óskað eftir því að við Google og aðrar leitarvélar að láta fjarlægja upplýsingar um sig undir ákveðnum kringumstæðum.

Facebook er sú síða þaðan sem flestir hlekkir hafa verið fjarlægðir, eða 3353 talsins. Í öðru sæti er vefsíðan Profile Engine en Youtube er í því þriðja.