Atvinna
Atvinna
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Skráð atvinnuleysi í ágúst 2011 var 6,7%. Að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í ágúst og fækkaði um 129 að meðaltali frá júlí. Í lok ágúst voru 11.932 atvinnulausir, samkvæmt Vinnumálastofnun.

Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 138 að meðaltali en konum fjölgaði hins vegar um 9. Atvinnulausum fækkaði um 37 á höfuðborgarsvæðinu og um 92 á landsbyggðinni.   Atvinnuleysið var 7,7% á höfuðborgarsvæðinu en 5% á landsbyggðinni.  Mest var það á Suðurnesjum 10,4%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%.  Atvinnuleysið var 6,5% meðal karla og 7% meðal kvenna.

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust í mánuðinum.

Frétt Vinnumálastofnunar.