Menningarráð Vestfjarða veitti að þessu sinni 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Alls voru teknar fyrir 20 umsóknir í flokknum stofn- og rekstrarstyrkir. Fjárhagsáætlun þessara umsækjanda hljóðaði samtals upp á tæpar 121 milljón og beðið var um stuðning að upphæð tæpar 36 milljónir. Samþykkt var að veita 12 aðilum stofn- og rekstrarstyrki að upphæð á bilinu 450 þúsund til 1,5 milljón. Samtals var úthlutað 13,2 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki í samræmi við menningarsamning milli ríkisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga árið 2014. Þessu greinir Bæjarins Besta frá.

Stofn- og rekstrarstyrkir

Eftirtaldir fengu stuðning (styrkhafi fremst og yfirskrift umsóknar í sviga):
1.500.000 kr. Menningarmiðstöðin Edinborg (Menningarmiðstöðin Edinborg – öflugri – alþjóðlegri – betri). Félag um listasafn Samúels (Endurgerð húss Samúels og viðgerðir að Brautarholti í Selárdal). Strandagaldur ses (Galdrasýning á Ströndum – rekstur). Melrakkasetur Íslands (Fjölbreyttara Melrakkasetur) og Félag áhugamanna um skrímslasetur (Skrímslasetrið – áframhaldandi uppbygging)

1.250.000 kr. Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum) og Sauðfjársetur á Ströndum ses (Sauðfjársetrið – rekstur og framkvæmdir)

1.000.000 kr. Sjálfseignarstofnun Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar (Vélsmiðja GJS Þingeyri)

750.000 kr. Kol og salt ehf (Arts Iceland - alþjóðlegar gestavinnustofur og tengd starfsemi)

500.000 kr. Dellusafnið ehf (Uppbygging og rekstur Dellusafnsins) og Össusetur Íslands ehf (Össusetur Íslands)

450.000 kr. Fjölskyldugarður Vestfjarða - Raggagarður (Bátasvið í Fjölskyldugarði Vestfjarða

Verkefnastyrkir

Alls voru teknar fyrir 103 umsóknir í flokknum verkefnastyrkir. Fjárhagsáætlanir þessara verkefna hljóðuðu samtals upp á tæpar 278 milljónir og beðið var um stuðning að upphæð rúmar 76 milljónir. Samþykkt var að styrkja 59 verkefni í flokknum verkefnastyrkir að upphæð á bilinu 50-800 þúsund. Samtals var úthlutað 22 milljónum í verkefnastyrki.

Eftirtalin verkefni fengu stuðning að þessu sinni (verkefni fremst, aðstandandi í sviga):

800.000 kr. Act Alone 2014 (Act Alone einleikjahátíð), Aldrei fór ég suður 2014 (Aldrei fór ég suður, félag), Skjaldborg 2014 (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda), Fox Centre of the Future (Melrakkasetur Íslands), Rauðasandur Festival 2014 (Rauðasandur Festival), Mölin - Tónleikaröð (Standard og gæði ehf) og Edinborg menningarmiðstöð dagskrá 2014 (Menningarmiðstöðin Edinborg)

600.000 kr. Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró – Tónlistarhátíð), og Móðurharðindin - leikrit (Menningarmiðstöðin Edinborg)

500.000 kr. Víkingur og Spánverjavígin - leiðsögn í vestfirskri gestrisni (Víkingur Kristjánsson), Act Alone heimildamynd (Baldur Páll Hólmgeirs og Gláma), LÚR-Festival listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum (Menningarmiðstöðin Edinborg), Spilað fyrir vestan (Eggert Einer Nielson), Á mölinni (Félagið Hús og fólk), Halla barnaleikrit (Kómedíuleikhúsið), Við Djúpið blátt (Ólína Þorvarðardóttir), Refirnir á Hornströndum (Ljósop ehf), Svarta gengið - heimildakvikmynd um ást, dauða, bónda og fé (Andrá ehf, Kári G. Schram, Þorbjörn Pétursson) og Í faðmi blárra fjalla (Birna Lárusdóttir).

400.000 kr. Víkingahátíð fjölskyldunnar (Gíslastaðir), 50 ára afmælishátíð (Tónlistarskóli Bolungarvíkur), Þjóðmenningarbóndinn býður heim (Þjóðmenningarbóndinn, Elín Agla Briem), Tónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar (Tónlistarfélag Ísafjarðar), Munnleg geymd: Mannlíf í Barðastrandarsýslu á 20. öld (Félagið Munnleg geymd), Margmiðlunarborð fyrir Skrímslasetrið (Félag áhugamanna um skrímslasetur), Djúpmannatal (Sögumiðlun ehf), Sálmaskáldið og þjóðlagasafnarinn sr. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði (Kristinn Jóhann Níelsson), Sumardagskrá Minjasafnsins á Hnjóti (Minjasafn Egils Ólafssonar) og Okkar eigin Flateyri/París/Gdansk (Hvilft).

300.000 kr. List á Vestfjörðum (Félag vestfirskra listamanna), Steampunk Iceland - Ævintýrahátíð í Vesturbyggð (Bílddalía - áhugafélag um gerð ævintýralands á Vestfjörðum, Piltur og stúlka - söngleikur fyrir börn (Vestfirska skemmtifélagið), Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið (Þröstur Jóhannesson), 20 árum síðar (Steinunn Ýr Einarsdóttir), Elskan mín - vísnabók Odds Jónssonar frá Gili í Dýrafirði (Kristín Berglín Oddsdóttir og Valgerður Jóna Oddsdóttir), Þið munið hann Jörund (Litli leikklúbburinn), Lína Langsokkur á Þingeyri (Höfrungur leikdeild Þingeyri), Rommí leikrit (Leikfélagið Baldur Bíldudal), Skilaboðaskjóðan (Grunn- og Tónskóli Hólmavíkur og Leikfélag Hólmavíkur) og Þjóðleikur á Vestfjörðum (Þjóðleikur á Vestfjörðum).

250.000 kr. Blús á milli fjalls og fjöru (Ólafur Gestur Rafnsson)

200.000 kr. Steypa - Ljósmyndasýning með alþjóðlegum þátttakendum (Claus Daublebsky von Sterneck), Daglegt líf Óla (Baldur Smári Ólafsson), Söfnunarviðburður vegna nýs sýningarkerfis í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði (Kvikmyndaklúbburinn Kittý), Draugasaga (Leikfélag Hólmavíkur & Sauðfjársetur á Ströndum), Skautbúningar saumaðir á Ísafirði (Þjóðbúningafélag Vestfjarða), Þjóðbúninganámskeið (Sauðfjársetur á Ströndum) og Þjóðbúningagerð og viðburðir tengdir því á sunnanverðum Vestfjörðum (Þjóðbúningafélagið Auður)

150.000 kr. Bókahátíð á Flateyri (Eyþór Jóvinsson), Gallerí Úthverfa - uppákomur og sýning á samtímalist í miðbæ Ísafjarðar (Gallerí Úthverfa), Álagablettir (Dagrún Ósk Jónsdóttir) og Afmælisverkefni: Skrif á vestfirskri revíu (Litli leikklúbburinn)

100.000 kr. Ungbarnaleikhús "Bí bí og blaka" (Henna-Riikka Nurmi), Fjalla-Eyvindarhátíð á Snæfjallaströnd (Félag um Snjáfjallasetur), Gluggar fortíðar (Bjarney Sólveig Snorradóttir), Sögusýning í skipbrotsmannaskýli (Bæring Freyr Gunnarsson), Nú verður glaumur og gaman (Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Jökull Brynjarsson og Tómas Jónsson), Pólska kvikmyndahátíðin á Ísafirði 2014 (Hvilft)

50.000 kr. Námskeiðaferna 2.-3. hluti (Litli leikklúbburinn).