Atvinnuleysi á evrusvæðinu var 12,1% í nóvember. Sala smásöluverslana í evruríkjunum jókst þó verulega, samkvæmt nýjustu tölum. Um 19,2 milljónir manna voru atvinnulausir í evruríkjunum 17, samkvæmt Eurostat - Hagstofu Evrópusambandsins.

Smásala á evrusvæðinu jókst um 1,4% á milli mánaða. Þetta er mesta aukning í smásöluverslun frá því í nóvember 2001. Í október dróst smásöluverslun hins vegar saman um 0,4%.

BBC segir að atvinnuleysið sé óbreytt núna í átta mánuði í röð.