Könnunin Ferðamálaráðs í sumar er sú fyrsta sem gerð er eftir að Iceland Express hóf reglulegt áætlunarflug milli Íslands og tveggja Evrópulanda og því þótti forvitnilegt að greina svör erlendu gestanna eftir flugfélögum. Í ljós kom að 72% svarenda ferðuðust með Flugleiðum, 12% flugu með Iceland Express, 8% ferðuðust með öðrum flugfélögum og jafnmargir notuðu annan ferðamáta en flug.

Þá eru tekjur þeirra sem fljúga með Flugleiðum heldur hærri en farþega sem fljúga með Iceland Express eða öðrum félögum. Langflestir þeirra sem flugu með Iceland Express voru hér á eigin vegum en liðlega helmingur farþega með Flugleiðum og öðrum flugfélögum var hér á eigin vegum og 30-40% í skipulögðum pakkaferðum.

Heimild: Sumarkönnun Ferðamálaráðs meðal erlendra gesta.