Um 12% þess fjármagns sem kemur inn í landið í gegnum fjárfestingarleiðina er nýtt til að kaupa á fasteignum. Um 45,7% af innstreyminu er nýtt til fjárfestingar í skuldabréfum, 41,8% vegna hlutabréfa og 0,6% til fjárfestinga í verðbréfasjóðum. Hlutur fasteignakaupa nemur 11,9%.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari Seðlabankans við fyrirspurn lesanda á netmiðlinum Spyr.is .

Í svarinu kemur fram að greining fjárfesta eftir fjárhæðum á þeim sem hafa tekið þátt í gjaldeyrisútboðum bankans sýni að innlendir fjárfestar standa að baki 37% fjárhæðanna en erlendir 63%. Fyrirtæki í eigu íslenskra eigenda eru flokkuð sem innlendir fjárfestar.