Landsframleiðsla jókst um 1,2% að raungildi frá 2. ársfjórðungi í ár til 3. ársfjórðungs. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 4,2%. Einkaneysla jókst um 3,8% en fjárfesting dróst saman um 5,6%. Samneysla dróst saman um 0,6%. Á sama tímabili jókst útflutningur um 0,8% og innflutningur um 6,8%.

Hagstofan birti í dag ný gögn um landsframleiðslu.

Tölurnar eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára. „Samanburður við 3. ársfjórðung 2009, á landsframleiðslu án árstíðaleiðréttingar, sýnir samdrátt um 1,6% á milli tímabila. Á umbrotatímum eins og nú, er óvissa við árstíðaleiðréttingar mikil. Þetta á sérstaklega við um lítil hagkerfi eins og það íslenska,“ segir Hagstofan.