Hagvöxtur í Bandaríkjunum nam 1,2% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 samkvæmt staðfestum tölum frá Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Fyrri spá gerði ráð fyrir 0,7% hagvexti en eftir að endurskoðaðar tölur voru gefnar út reyndist hann meiri vegna aukinnar neyslu hjá fyrirtækjum og einstaklinga.

Hagvöxturinn er þó minni en hann var seinasta ársfjórðung ársins 2016 þegar hann nam 2,1%. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað því að ná hagvexti upp í 4% í Bandaríkjunum. Í fyrra var hagvöxtur í Bandaríkjunum 1,6% og hafði ekki verið minni frá árinu 2011.