Lögreglustjóri Washinton-borgar, Cathy Lanier, tilkynnti fyrir stuttu að tólf hefðu látist skotárás í stjórnstöð bandaríska sjóhersins.

Lögreglan skaut til bana þann sem bar ábyrgð á árásinni en tveggja er leitað að auki sem taldir eru tengjast málinu

Árásin hófst um hádegisbil á íslenskum tíma. Maðurinn var vopnaður vélbyssu, skammbyssu og haglabyssu. Auk þeirra sem létust, þá særðust margir. Sérsveitarmenn skutu hann til bana.

Fjölmiðlar segja manninn fyrrum starfsmann stjórnstöðvarinnar sem nýlega hafi verið sagt upp störfum.