Fjárfestingabankinn UBS hefur sent frá sér nýtt verðmat á Kaupþingi banka[ KAUP ]. Mælt er með sölu í bréfum Kaupþings, og 12 mánaða markgengi sett 600 krónur á hlut. Dagslokagengi Kaupþings í gær var 736 krónur.

Í greiningu UBS segir að íslenski bankageirinn hafi þjáðst að undanförnu og að endurskipulagnins eignarhaldsfyrirtækja hafi haft slæm áhrif. Í verðmatinu stendur að mikil skuldsetning eignarhaldsfyrirtækja gæti leitt til frekari lækkana og útlánataps til meðallangs tíma.

Fram kemur að fyrst og fremst þrjár ástæður séu fyrir breyttu verðmati. Í fyrsta lagi gætu þóknanatekjur dregist saman og vaxtakostnaður aukist - í takt við það sem er að eiga sér stað á evrópskum fjármálamörkuðum. Í annan stað eru bréf Kaupþings í dag verðlögð 25% yfir bókfærðu virði, en UBS telur að með tilliti til aldurs fyrirtækisins og óprófaðs þanþols útlánasafns ættu bréf félagsins að vera verðlögð í samræmi við bókfært virði. Að lokum er lýst yfir nokkrum áhyggjum af krosseignatengslum.

Nánar í Viðskiptablaðinu á morgun.