Vísitala neysluverðs í júní 2007 er 272,4 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 246,2 stig, hækkaði um 0,20% frá maí, að því er kemur fram á vef Hagstofunnar..

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,0% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,7%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,8% síðastliðna 12 mánuði. 12 mánaða verðbólga hefur ekki verið lægri síðan í ágúst 2005. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,2% verðbólgu á ári, og 5,0% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðisliðar.