Slæmt veður síðustu daga á norðaustur-hluta Bandaríkjanna gæti kostað flugfélög allt að 100 milljónir dala, jafnvirði um 12 milljarða króna. Flugsamgöngur eru nú aftur að komast í samt lag en flugvellir í New York-ríki, Boston og Philadelphia hafa verið í miklum vandræðum síðustu daga vegna veður.

Í frétt BBC segir að þúsundir hafa þurft að gista á flugvöllum vegna þess að flugi var frestað og telja sérfræðingar að kostnaður flugfélaga geti orðið allt að 100 milljónir dala.

Óveðrið hefur ekki eingöngu haft áhrif á flugsamgöngur því víða varð rafmagnslaust. Í Kanada voru nærri 29 þúsund heimili enn rafmagnslaus í morgun.