Landsréttur felldi í liðinni viku úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vínness ehf. gegn íslenska ríkinu. Málið varðar kröfu um endurgreiðslu á skilagjaldi þar sem fyrirkomulag álagningar þess sé ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá. Í héraði var málinu sjálfkrafa vísað frá á þeim grunni að krafan væri ekki nægilega sundurliðuð og ekki lægi fyrir að Vínnes hefði innt umrædd gjöld, um 250 milljónir króna á fjögurra ára tímabili, af hendi.

Ríkið gerði engar athugasemdir við það við meðferð málsins. Taldi Landsréttur að í ljósi afmörkunar málsaðila á sakarefninu hefðu engin rök staðið til þess að vísa málinu frá dómi og málið því sent á ný í hérað til efnismeðferðar. Verði fallist á kröfur Vínness getur það þýtt að ríkið þurfi að endurgreiða ríflega tíu milljarða króna auk vaxta