Gróska var í starfsemi upplýsingatæknifyrirtækisins ANZA, sem sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa, á síðastliðnu ári. Tekjuaukning félagsins var rúm 12% frá fyrra ári en veltan félagsins var 794 milljónir króna en var árið á undan 708 milljónir króna. Þessi velta er einvörðungu af þjónustu þar sem ANZA selur hvorki vél- né hugbúnað. Hagnaður félagsins eftir skatta var 64 milljónir króna og hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) var 150 milljónir króna sem er um 19% af tekjum félagsins.

Ávöxtun eigin fjár var 38%, eiginfjárhlutfall 38% og veltufjárhlutfall 1,5. Hjá ANZA starfa nú 70 manns.