Seðlabankinn hefur selt gjaldeyri fyrir 120 milljarða króna á þessu ári til að styrkja gengi krónunnar sem veikst hefur um 12% gagnvart evru á árinu.

tærstur hluti viðskiptanna átti sér stað í október þegar bankinn seldi gjaldeyri fyrir 58 milljarða. Seðlabankinn hefur stundað dagleg gjaldeyrisinngrip frá 11. september fyrir minnst 3 milljónir evra á dag og mun halda því áfram til áramóta hið minnsta.

Sjá einnig: Brotthvarf erlendra fjárfesta hafði áhrif

Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð síðustu daga, eða um 6% ganvart evru frá 25 nóvember og er nú á áþekkum stað og um miðjan mars.

Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans var 928 milljarðar í lok október og því hefur bankinn áfram nokkuð svigrúm til gjaldeyrisinngripa telji hann ástæðu til.