Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs og Johnni Poulsen forstjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs hf. í Færeyjum, hagnast um 120 milljónir króna hvor eftir að hafa nýtt sér kauprétti í Skeljungi í dag miðað við núverandi markavirði hluta í Skeljungi. Þeir keyptu samanlagt 52.449.726 hluti eða 26.224.863 hluti hvor.

Samkvæmt því sem fram kom í skráningarlýsingu Skeljungs höfðu Egholm, sem þá var forstjóri P/F Magn og Poulsen sem þá var fjármálastjóri sama fyrirtækis, rétt á að kaupa hlutina á verðinu 2,82345 krónur á hlut. Því nam kaupverð hlutabréfanna hjá hvorum um sig 74.044.589 milljónum króna. Hver hlutur í Skeljungi kostaði 7,44 krónur í hádeginu í dag. Markaðsvirði hlutarins er því um 195 milljónum króna hjá hvorum um sig. Því er um að ræða ríflega er ræða ríflega 120 milljónir króna ábata hjá þeim báðum eða samanlagt um 240 milljónir króna.

Við kaupin var heildarhlutafé í Skeljungi aukið sem nam kaupunum.