101 heild hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og nema kröfur í búið samtals 120 milljónum króna. Forgangskröfur nema 29 milljónum króna og almennar kröfur nema 91 milljón króna og engar eignir fundust í búinu.

101 heild var mjög umsvifamikið í rekstri veitinga- og skemmtistaða fyrir nokkrum árum og hefur í gegnum tíðina rekið meðal annars Sjávarkjallarann, Thorvaldsen, Cafe Victor, Sólon, Tapas Bar, Silfur, Galileo, Kaffibrennsluna & Cafe Óperu. Nýir eigendur hafa yfirtekið rekstur allra þeirra staða sem enn eru starfræktir, í upptalningunni hér að framan.