Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins nam 16,7% og raunávöxtun 12,0%. Í frétt sjóðsins kemur fram að góð ávöxtun skýrist af mikilli hækkun innlendra hlutabréfa, en þau voru 14% af eignum sjóðsins í árslok. Iðgjöld til sjóðsins námu alls 3.990 millj. kr. sem er 17,9% aukning frá árinu áður.

Lífeyrisgreiðslur námu 1.899 millj. kr. sem er 11,2% aukning frá árinu áður. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 71.922 millj. kr. í lok árs og hækkaði um 12.144 millj. kr. frá árinu 2004 eða 20,3%.

Tryggingafræðileg úttekt í lok árs sýnir að heildarskuldbinding stigadeildar sjóðsins er 95,6 millj. kr. Eign stigadeildar til tryggingafræðilegs mats er 92,5 millj. kr. og heildarskuldbinding umfram eign þannig 3,1 millj. kr. eða 3,3%. Eign aldurstengdrar deildar til tryggingafræðilegs mats er 29,8 millj. kr. Heildarskuldbinding er 27,5 millj. kr. og er heildareign umfram skuldbindingu þannig 2,3 millj. kr. eða 8,3%.