*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 14. mars 2014 11:41

12.000 manns keyptu sér KFC-borgara í Sundagörðum

Kristján Einar hjá Hópkaupum segir ljóst að fyrirtækið sé enn að vaxa.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Met var slegið hjá Hópkaupum í vikunni þegar 12.126 keyptu sér Tower-kjúklingaborgara frá KFC í Sundagörðum. Kristján Einar Kristjánsson, einn viðskiptastjóra Hópkaupa, sem fagnar þriggja ára afmæli nú um stundir, segir aldrei áður hafa svo mikið magn selst af vöru sem kostar meira en 99 krónur. Þá sá langt síðan tölur sem þessar hafi sést. Borgarinnar kostaði hjá Hópkaupum 399 krónur. Almennt verð er hins vegar 849 krónur.

Til samanburðar er mest selda varan á Hópkaupum ostborgari á Metro sem kostar 99 krónur. Hann keyptu 51.839 manns.

Kristján bendir sömuleiðis á að fjöldinn sem keypti Tower-borgarann sé til marks um að Hópkaup séu enn að vaxa. Til marks um það hafi 7.838 nýtt sér sama tilboð í fyrra.

„Það verður því gaman að fylgjst með röðinni á KFC Sundagörðum næstu daga," segir Kristján. 

Stikkorð: Hópkaup KFC