Hagnaður Bakkavarar Group fyrir skatta var 1.828 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður eftir skatta var 1,4 milljarðar króna (11,9 milljónir punda) en það jafngildir 123% aukningu. Heildartekjur námu 26,4 milljörðum króna (226,0 milljónum punda), sem er 221% aukning.

Raunsöluaukning (Pro-forma) söluaukning félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins var 4,9%. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 3,6 milljörðum króna (30,5 milljónum punda) sem er 163% aukning. EBITDA hlutfall er 13,5%.

·Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti og skatta nam 3,0 milljörðum króna (25,3 milljónum punda) sem er 124% aukning. Frjálst fjárflæði frá rekstri 1,6 milljarður króna (13,4 milljónir punda) en það er 110% aukning. Eignir 121,1 milljarður króna (1,0 milljarður punda) í samanburði við 31,8 milljarð (272,4 milljónir punda), 281% aukning. Eiginfjárhlutfall 11,1%, lækkar úr 37,1%

Hagnaður á hverja krónu nafnverðs eykst úr 0,50 í 1,10 sem er 119% aukning. Arðsemi eigin fjár 25,5%, samanborið við 14,0% á fyrstu sex mánuðum ársins 2004

Á misserinu var gengið frá kaupum á breska matvælafyrirtækinu Geest fyrir 73,3 milljarða króna (623,2 milljónir punda). Sölu sambankaláns að upphæð 58,4 milljarðar króna (500 milljónir punda) er lokið.

"Bakkavör Group skilar góðri afkomu á tímabilinu og er hagnaður félagsins sá mesti frá upphafi. Félagið gekk frá stærstu fyrirtækjakaupum í sögu þess með kaupunum á Geest í maí og tekur starfsemi Bakkavör Group miklum stakkaskiptum með yfirtökunni. Barclays, sem sölutryggði lánsfjármögnun kaupanna, lauk fjármögnun sambankalánsins. Samrunaferlið gengur samkvæmt áætlun og gerum við ráð fyrir að rekstur félagsins muni standa undir væntingum okkar fyrir árið í heild," segir Lýður Guðmundsson forstjóri í tilkynningu félagsins.