*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 18. apríl 2018 12:23

123 milljóna gjaldþrot Hraðpeninga

Þrotabú Hraðpeninga hefur verið gert upp, en félagið fór í gjaldþrot eftir 250 þúsund króna dagsektir.

Ritstjórn
Hraðpeningar, Múla og 1909 voru öll í eigu eins og sama fyrirtækisins, Neytendalána og voru í smálánaþjónustu.
Haraldur Guðjónsson

Skiptum er lokið í þrotabúi Hraðpeninga ehf., en félagið var smálánafyrirtæki og eitt af dótturfélögum fyrirtækisins Neytendalán. Neytendalán átti einnig smálánafyrirtækin 1909 og Múla. Skiptum lauk með því að allar lýstar kröfur voru afturkallaðar, en þær námu 123.147.092 krónum.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma þá voru Hraðpeningar úrskurðaðir í gjaldþrot í lok nóvember ársins 2016 í kjölfar þess að Neytendastofa hafði sett 250 þúsund króna dagsektir á félagið.

Ástæðan var sú að fyrirtækin þóttu krefja neytendur um kostnað umfram lögbundið hámark. Snýst málið um útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar en Neytendastofa segir að félagið hafi ekki farið að ákvæði laga og banni stofnunarinnar.

Fleiri fréttir um Hraðpeninga: