*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 17. apríl 2021 10:01

1.238 milljónir í Nespresso vörur

Velta Perroy ehf., umboðsaðila Nespresso á Íslandi, jókst um nærri helming árið 2020 samanborið við 2019.

Jóhann Óli Eiðsson
epa

Velta Perroy ehf., umboðsaðila Nespresso á Íslandi, jókst um nærri helming árið 2020 samanborið við 2019 og nam 1.238 milljónum króna. EBIDTA var 161 milljón sem er nærri fjórfalt hærra en árið áður. Alls hagnaðist félagið um rúmlega 120 milljónir.

Eignir í árslok voru 396 milljónir og skuldir, nær allt skammtímaskuldir, 191 milljón. Handbært fé var 162 milljónir og eigið fé 204 milljónir. Hlutafé þess var nýverið sett á sölu. Framkvæmdastjóri er Ívar Sigurjónsson.