*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 15. mars 2021 08:32

125 milljónir í mjólkurbú vestanhafs

Íslenskir fjárfestar leggja aukið fé í Reykjavík Creamery, mjólkurbú Gunnars Birgissonar í Pennsylvaníu.

Ingvar Haraldsson
Starfsstöð Reykjavík Creamery í Bandaríkjunum.
Aðsend mynd

Hlutafé Reykjavík Creamery ehf., sem á samnefnt mjólkurbú í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, var aukið um 125 milljónir króna í desember síðastliðnum með skuldajöfnun. Gunnar Birgisson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins.

Að hlutafjáraukningunni stóðu fjárfestingafélögin Snæból, í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, P 126, í eigu Einars Sveinssonar, og Sveinn Ingimundarson, sem áður var einn af fyrstu hluthöfum og starfsmönnum Siggi‘s Skyr.

Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um á síðasta ári má finna framleiðslu Reykjavik Creamery í verslunum á borð við Whole Foods, Costco og Walmart. Fyrirtækið framleiðir ekki eigin vörumerki heldur selur mjólkurvörur í nafni þriðja aðila. 

Félagið hefur stefnt að því að þrefalda framleiðslugetuna, en það fékk 60 milljóna styrk frá stjórnvöldum í Pennsylvaníu.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér