Teymi hf. skilaði 1.253 milljóna króna tapi á tímabilinu október til desember 2006. Sala á tímabilinu nam 5.401 milljónum króna. EBITDA hagnaður var 1.542 milljónir króna.

EBIT hagnaður nam 1.032 milljónum króna, gengistap af langtímaskuldum nam 927 milljónum króna, hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga og niðurfærsla á eignarhlut í Hands Holding 767 milljónum króna og söluhagnaður fasteigna nam 735 milljónum króna.

Tímabilið október til desember 2006 er fyrsta tímabilið sem Teymi hf. birtir afkomu eftir skiptingu Dagsbrúnar hf. í Teymi hf. og 365 hf. þar sem rekstrarlegur aðskilnaður átti sér stað 1. október 2006 samanber tilkynningu sem send var frá félaginu 1. desember 2006. Af þessum sökum eru ekki birtar samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og sjóðstreymi tímabilsins og efnahagsreikningur 1. október 2006 er stofnefnhagsreikningur félagsins.