Atvinnuleysið í septembermánuði var 1,3% og jókst úr 1,2% í ágúst.

Að meðaltali voru 2.229 manns atvinnulausir og er það aðeins um 4% aukning frá í ágúst.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.

Þar kemur fram að atvinnuleysi er nú mun meira en á sama tíma á árinu 2007, þegar það var 0,8%.

Þá segir Vinnumálastofnun að vegna samdráttar í efnahagslífinu er líklegt að atvinnuleysið í október muni aukast verulega og verða á bilinu 1,5 til 1,9% en mjög erfitt sé að sjá fyrir þróun efnahags- og atvinnulífs og þar með þróun atvinnuleysis um þessar mundir.

„Meðalatvinnuleysi ársins 2008 stefnir í að verða 1,4% miðað við þá aukningu sem fyrirsjáanleg er nú á næstu vikum og mánuðum,“ segir á vef stofnunarinnar.

Sjá vef Vinnumálastofnunar.