Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.358 milljónir króna, en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 3.572 milljarða króna á árinu 2019. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð um 11.200 milljónir króna., en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 11.991 milljóna króna.

Lakari afkoma A- hluta skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar sem var 2.302 milljónum undir áætlun auk þess sem hækkun varúðarniðurfærslu af þessum lið vegna óvissu um þróun efnahagsmála næstu misseri nam 1.451 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld voru 2.187 milljónir króna innan fjárheimilda. Afkoma A- og B-hluta er lakari en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 791 milljón króna.