Heildarkostnaður Íslands vegna Icesave hefur aukist um 13 milljarða króna vegna gengissigs krónu frá áramótum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Valdimar Ármann, hagfræðingi hjá Gamma. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur krónan veikst um 4% gagnvart evru og rúm 5% gagnvart pundi.

Valdimar segja gengisbreytingar á milli erlendra gjaldmiðla einnig skipta máli en um 100 milljarða virði af eignum þrotabús Landsbankans eru í dollurum og hefur dollarinn veikst um 6,8% gagnvart evru og 4,1% gagnvart pundi á árinu.

Vegna þessa hefur væntanlegur heildarkostnaður vegna samningsins aukist um 13 milljarða króna og er nú 78 milljarðar skv. útreikningum Gamma.