Skiptum á þrotabúi Tomahawk framkvæmda ehf. lauk þann 25. maí síðastliðinn. Engar eignir fundust í búinu, sem var úrskurðað gjaldrota þann 9. mars síðastliðin, en lýstar kröfur námu 1.298 milljónum króna. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Tomahawk framkvæmdir, sem hefur ekki skilað ársreikningi frá árinu 2016, var dótturfélag Tomahawk Development ehf. sem hefur þegar verið lýst gjaldþrota. Tomahawk Development, sem var í meirihlutaeigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, var um tíma aðaleigandi United Silicon sem rak kísilver í Helguvík.

Magnús var í forsvari fyrir verkefnið en United Silicon var lýst var gjaldþrota í janúar 2018 eftir skammvinnan rekstur sem einkenndist af stöðugum skakkaföllum. Magnús var í kjölfarið kærður til héraðsasksóknara og stefnt persónulega vegna meintra fjársvika tengdum United Silicon.

Sjá einnig: Berst með kjafti og klóm gegn fjárnámi

Í dómsmáli sem Arion banki höfðaði gegn Magnúsi og var flutt fyrir rúmu ári kom fram að fjölmargar tilraunir hefðu verið gerðar til að birta Magnúsi stefnu, m.a. í Danmörku og á Spáni. Magnús var lýstur persónulega gjaldþrota í Danmörku í október síðastliðnum.