Skiptum er lokið á Reykjalundi-plastiðnaði ehf., sem áður rak plastverksmiðju í Mosfellsbæ. Lýstar kröfur í búinu voru tæplega 1,3 milljarðar króna, en samtals fengust tæpar 25 milljónir upp í kröfurnar. Er það um helmingur af forgangskröfum en aðeins 1,6% af lýstum kröfum.

Þetta kemur fram Lögbirtingarblaðinu, en skiptum á búinu var lokið 23. febrúar síðastliðinn.

Reykjalundur-plastiðnaður fór í þrot árið 2009 í kjölfar bankahrunsins og rekstrarörðugleika sem tengdust skuldum í erlendri mynt. Lauk skiptum á félaginu árið 2012 þegar alls greiddust 24 milljónir upp í forgangskröfur, en skipti á búinu voru endurupptekin og greiddust rúmlega 770 þúsund krónur upp í forgangskröfur