Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári, en árið áður nam hagnaður félagsins 2,1 milljarði króna. Rekstrartekjur námu 9,5 milljörðum króna og drógust nokkuð saman frá fyrra ári er tekjur námu 13,6 milljörðum króna.

Eignir námu 17,6 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir og skuldbindingar 7,2 milljörðum og eigið fé 10,4 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall var því 59% um síðastliðin áramót. Í ársbyrjun var handbært fé 580 milljónir króna og í lok árs var handbært fé 661 milljón króna. 495 milljónir króna voru greiddar út í arð til hluthafa á síðasta ári vegna rekstrarársins á undan, en arðgreiðsla ársins 2020 vegna fyrra rekstrarárs var sú sama.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.