Emmessís hagnaðist um ríflega 49 milljónir króna í fyrra og dróst talsvert saman fráinu 2019 er hagnaður nam 132 milljónum króna. Á árinu 2019 námu niðurfærslur skulda ríflega 102 milljónum króna og hafði það mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu þess árs.

Tekjur ísframleiðandans jukust um 281 milljón króna frá fyrra ári og nam tæplega 1,3 milljörðum króna. Að sama skapi jókst rekstrarkostnaður um 268 milljónir króna milli ára og nam ríflega 1,1 milljarði króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir jókst úr tæplega 96 milljónum króna árið 2019 í um 109 milljónir í fyrra.

Eignir námu 636 milljónum króna í árslok 2020 og eigið fé 82 milljónum króna.

Stærsti hluthafi Emmessíss er 1912, móðurfélag heildsölufyrirtækisins Nathan & Olsen, með 82,4% hlut í sinni eigu. Umrætt félag er í eigu Fenger-fjölskyldunnar. Restin er svo í eigu Ísgarða, sem er í eigu framkvæmdastjórans Pálma Jónssonar.

Nú nýlega festi móðurfélag 1912, Eignarhaldsfélagið Kolka, kaup á 50% hlut í ísbúðinni Huppu, sem rekur ísbúðir á Selfossi og höfuðborgarsvæðinu. Kaupin eru þó háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.