Tap af rekstri Farice nam 8,6 milljónum evra á síðasta ári. Það jafngildir rúmum 1,4 milljörðum króna. Tapið var um tvöfalt meira árið 2009 eða 17 milljónir evra.

Rekstrartekjur námu 7,2 milljónum evra samanborið við 6,7 milljónir árið 2010. Rekstrar- og stjórnunarkostnaður nam 5,8 millónum evra, sem er óbreytt upphæð á milli ára. Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (EBITDA) nam 1,3 milljón evra, sem er 400 þúsund evrum meira en árið 2010. 

Farice rekur sæstrengina Farice og Danice. Fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots árið 2009 en fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu sem lauk í fyrra. Við það var skuldum breytt í hlutafé. Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu sem lauk árið 2010. Þá var á hluthafafundum í mars og maí í fyrra samþykkt að auka hlutafé félagsins um 8 milljónir evra, sem íslenska ríkið og Landsvirkjun skráðu sig fyrir. Það var svo aukið um 8 milljónir evra, rúma 1,3 milljarða króna, í september í fyrra og nam það þá 83,5 milljónum evra. Stefnt var að því að eiginfjárhlutfallið færi í 50,3%. Fram kemur í uppgjöri Farice að eiginfjárhlutfallið sé komið niður í 48%.

Tekjur Farice eru annars vegar af viðskiptasamningum við almenn fjarskiptafélög og hins vegar af samningum tengdum gagnaversiðnaðum.

Ársreikningur Farice var samþykkturí stjórn félagsins í dag

Hluthafar Farice eru fimm um þessar mundir. Ríkið á 30% hlut, Landsvirkjun 29% og Arion banki 39%.