Hagnaður Líftæknisjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins var 13,4 milljónir króna samanborið við 133,1 milljón króna tap á sama tímabili 2003. Innleyst tap tímabilsins var 10,9 milljónir króna samanborið við 97,7 milljóna króna tap á fyrri helmingi ársins 2003. Óinnleystur gengishagnaður tímabilsins var 24,2 milljónir króna samanborið við 35,4 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Líftæknisjóðsins hf, voru 625,9 milljónir króna í lok tímabilsins en voru 607.5 í ársbyrjun. Eigið fé Líftæknisjóðsins hf var 510,4 milljónir króna í lok tímabils en var 496,9 milljónir króna  í ársbyrjun.

Eignarhlutir félagsins í óskráðum félögum, sem að stærstum hluta eru erlend, eru sem fyrr metnir miðað við kaupverð í erlendri mynt að teknu tilliti til gengisbreytinga. Í lok árs 2001 var færð til lækkunar á bókfærðu verði eignarhluta 800 milljóna kr. niðurfærsla og stóð hún óbreitt fram yfir 9 mánaða uppgjör 2003. Í ársreikningi fyrir 2003 var niðurfærslan lækkuð um 150 milljónir króna og stendur hún í 650 milljónum króna í lok annars ársfjórðungs 2004.