*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 15. janúar 2017 13:33

13 milljóna tap hjá Stundinni

Útgáfufélagið Stundin sem gefur út Stundina tapaði 12,9 milljónum króna árið 2015.

Ritstjórn
Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Útgáfufélagið Stundin sem gefur út Stundina tapaði 12,9 milljónum króna árið 2015. Skuldir félagsins í árslok 2015 námu 17 milljónum og eigið fé Stundarinnar var neikvætt um 936 þúsund krónur. „Við áramót 2015-2016 var yfirstandandi hlutafjáraukning sem gekk að hluta til í gegn á árinu 2016.

Eigið fé félagsins var tímabundið neikvætt af þeim ástæðum,“ segir í ársreikningi Stundarinnar. Í árslok 2015 voru hluthafar félagsins fimmtán. Í eigendahóp Stundarinnar eru til að mynda félagið Góður punktur ehf., sem á 15,3%, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem á 15,3% og Jón Trausti Reynisson sem á 15,3%. Reynir Traustason er stjórnarformaður. Eignir félagsins í lok árs 2015 námu 16 milljónum króna. Á rekstrarárinu 2015 voru 5,4 stöðugildi hjá Stundinni. Heildarlaunagreiðslur námu 39 milljónum króna.