Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson
© BIG (VB MYND/BIG)
Skiptum á þrotabúi félagsins Sólin skín ehf. er lokið Félagið var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords. Tilgangur þess var að fjárfesta í hlutabréfum í bresku verslunarkeðjunni Marks og Spencer.

Lýstar kröfur í búið námu alls tæplega 15 milljörðum króna og voru þrjár talsins, en tilkynnt er um skiptalok í Lögbirtingablaðinu í dag. Upp í kröfurnar fengust greiddar um 1,3 milljónir króna eða 0,00012 hundraðshlutar.

Sólin skín ehf. skuldaði Glitni hátt í 10 milljarða króna að meðtöldum vöxtum og Baugi rúmlega þrjá milljarða, samkvæmt ársreikningi félagsins vegna ársins 2009. Félagið var stofnaði í maí 2008.

Stærstu eigendur voru Baugur Group og Fons með um 80% eignarhlut. Baugur og Fons voru líka stærstu eigendur Glitnis fyrir bankahrun í gegnum FL Group. Aðrir eigendur voru Glitnir sjálfur og Kevin Stanford. Eignir Sólin skín ehf. voru 3,8 milljónir króna í lok árs 2009. Sólin skín var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2009.