Neytendur vörðu 13% meiru til kaupa í dagvöruverslun í síðasta mánuði en í sama mánuð í fyrra, sé miðað við fast verðlag. Þetta er meiri aukning á milli ára en nokkru sinni síðan farið var að mæla smásöluvísitöluna með reglubundnum hætti árið 2001. Þessi mikla aukning á matarinnkaupum heimilanna er enn merkilegri þegar horft er til þess að hörð verðsamkeppni var í gangi sem leiddi til lægra verðs á ýmsum nauðsynjum auk sterkrar stöðu krónunnar gagnvart dollar sem hafði einnig í för með sér lægra verða á innfluttum dagvörum. Þessi mikla aukning á veltu dagvöruverslana er greinilega til marks um auknar ráðstöfunartekjur heimilanna segir í fréttapósti SVÞ.

Sala á áfengi jókst einnig mikið, eða um 10,8% milli ára. Þá hefur velta lyfjavöruverslana aukist um 6,4% á einu ári. Verðvísitala dagvöru hefur lækkað um 6,4% frá því í maí í fyrra á meðan verð á áfengi hefur nokkurn vegin staðið í stað. Verðhækkanir í lyfjasmásölu síðustu 12 mánuði nema 3,2%.

Allar þessar upplýsingar koma fram hjá Rannsóknasetri verslunarinnar sem annast mælingu smásöluvísitölunnar