Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu í tengslum við viðræður við kröfuhafa um kyrrstöðutímabil, greiðslufrest og niðurfellingu skulda. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Reykjanesbær greiddi meginþorra upphæðirinnar, eða 120 milljónir króna og Reykjaneshöfn greiddi 10 milljónir króna. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun síðan endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði.

Reykjanesbær og Reykjaneshöfn hafa síðustu mánuði átt í viðræðum átt í viðræðum við kröfuhafa eftir að ekki voru til fjármunir til að greiða skuldabréf Reykjaenshafnar sem var á gjalddaga þann 15. október sl. Reykjanesbær náði samkomulagi við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf þann 22. febrúar sl. um að afskrifa rúmlega 6 milljarða af skuldum bæjarins.