*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 27. maí 2018 17:32

133 milljóna hagnaður hjá Frost

Kælismiðjan Frost hagnaðist um 133,2 milljónir á síðasta ári. Hagnaður félagsins dróst verulega saman milli ára.

Ritstjórn
Kælismiðjan Frost er með starfsstöðvar á Akureyri og í Garðabæ.
Haraldur Guðjónsson

Kælismiðjan Frost hagnaðist um 133,2 milljónir á síðasta ári. Hagnaður félagsins dróst verulega saman milli ára því árið 2016 var hann 298 milljónir. Heildareignir félagsins voru við árslok 1.456 milljónir og eigið fá 809,7 milljónir. Stjórn félagsins leggur til að 90 milljónir verði greiddar í arð af rekstri félagsins.

Kælismiðjan Frost rekur viðhalds- og þjónustustöð fyrir kælibúnað. Félagið rekur starfsstöðvar bæði á Akureyri og í Garðabæ. Ekki er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði á rekstri félagsins milli áranna 2017 og 2018. Sala félagsins dróst verulega saman milli ára og fór úr rúmum 3,1 milljarði í rúma 1,9. Fjöldi ársverka stóð í stað og var 48. Stærstu eigendur félagsins voru við árslok KEA eignir ehf. og Kaldbakur ehf. með 20,75% eignarhlut hvort.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.