*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 29. maí 2020 17:05

1,35 milljarða velta á bréfum Arion banka

OMXI10 vísitalan lækkaði um 0,40% en heildarvelta í Kauphöllinni í dag nam um 2,8 milljarða króna.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq.

Markaðurinn var tvískiptur í dag en ellefu félög lækkuðu og átta hækkuðu í 2,8 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. 

TM hækkaði mest en félagið birti árshlutauppgjör í gær. Bréf tryggingafélagsins hækkuðu um 3,82% í 226 milljóna krónu viðskiptum. 

Icelandair lækkaði mest eða um 8,33% í 16 milljóna króna viðskiptum en flugfélagið tilkynnti í dag að það hyggst hætta að nota hlutabótaleiðina í byrjun júní

Síminn lækkaði næst mest eða um 4,19% í 295 milljóna krónu viðskiptum. Fjarskiptafélagið fékk í gær 500 milljóna króna sekt frá Samkeppniseftirlitinu vegna verðlagningar á Enska boltanum. Sýn hækkaði aftur á móti um 3,65% í 12 milljóna króna viðskiptum. 

Mestu viðskiptin voru með bréf Arion banka sem hækkuðu um 1,51% í 1,35 milljarða króna viðskiptum. Kauphöllin tilkynnti í dag um viðskipti félaga tengdum bankastjórunum Benedikts Gíslasonar og Ásgeirs Reykfjörð Gylfasonar með bréf bankans

Bréf Marels lækkuðu um 0,43% í 457 milljóna króna viðskiptum en gengi bréfanna stóð í 693 krónum við lokun Kauphallarinnar í dag. 

Stikkorð: Marel Icelandair Síminn TM Nasdaq Kauphöllin Sýn