Markaðsvirði félaganna 20 á aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 135 milljarða króna í vikunni sem nú er að líða en hún var sú versta á hlutabréfamarkaði frá árinu 2009. Heildarmarkaðsvirði félaganna stendur nú 1.119,1 milljarði króna en lækkunin nemur 10,8%. Öll félögin 20 lækkuðu í verði í vikunni.

Óhætt er að segja að viðskipti dagsins hafi verið sveiflukennd en þegar upp var staðið lækkuðu öll félög nema eitt í samtals 5,6 milljarða viðskiptum. Mest lækkun var á bréfum Eimskips eða 5,33% en þá lækkuðu bréf Sýnar um 4% og bréf Kviku banka um 3,9%.

Töluvert flökt var á bréfum Icelandair Group í dag sem hófu daginn með nokkuð skarpri lækkun en höfðu um klukkan eitt hækkað um meira en 6%. Þegar upp var staðið lækkuðu bréfin þó um 1,49% í 252 milljóna viðskiptum. Bréf félagsins hafa lækkað um 29,5% í vikunni en veltan með bréf félagsins nam í heildina 1,2 milljörðum. Markaðsvirði félagsins lækkaði um 14,5 milljarða í vikunni og er nú um 31,5 milljarðar.

Þegar litið er yfir vikuna varð næst mest lækkun á bréfum Eimskips eða 13,7% í 387 milljóna viðskiptum auk þess sem bréf Eikar lækkuðu um 14,8%.

Þegar litið er á lækkun markaðsvirðis varð mest lækkun á Marel en 10,3% lækkun á bréfum félagsins í vikunni þurrkaði 49,3 milljarða af markaðsvirði þess. Þá nam lækkun á markaðsvirði Arion banka 15,9 milljörðum