Vísitala neysluverðs (VNV) í júlí er 310 stig og hækkaði um 0,94% frá fyrri mánuði. VNV án húsnæðis er 278,3 stig og hækkaði um 0,87% frá því í júní. Reiknuð 12 mánaða verðbólga er því 13,6%. Vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 13,2% síðastliðna 12 mánuði.

Greiningardeild Kaupþings gerði ráð fyrir 0,6% hækkun VNV í júlí, sem jafngildir 13,2% verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Greining Glitnis spáði 14,3% verðbólgu og greiningardeild Landsbankans spáði 13,1% verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Á myndinni hér til hliðar má sjá samanburð á verðbólguspám bankanna og verðbólgu síðastliðna 12 mánuði sé júlí tekinn með.

Verð á nýjum bílum hækkaði um 5,3%  en á bensíni og díselolíu um 2,0% í júlí. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 2,2% og verð á húsgögnum og heimilsbúnaði hækkaði um 6,4% .