Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 2. maí 2018 var rekstraraðili Argentínu, BOS ehf., tekinn til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur námu rétt rúmum 137 milljónum króna. Vetingastaðnum Argentínu var lokað í byrjun apríl á síðasta ári.

Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 21. desember 2018 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

Björn Ingi Hrafnsson, eignaðist reksturinn í október árið 2017. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið þann 12. apríl, eftir að staðnum var lokað, að hann væri nú ótengdur BOS þar sem nýir eigendur hefðu tekið við rekstrinum en vildi ekki greina frá því hver þeir væru.