Töluverð velta var á viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Samtals var 13,8 milljarða velta, um 11,6 milljarða velta í viðskiptum með skuldabréf og um 2,16 milljarða velta í viðskiptum með hlutabréf.

Á Aðalmarkaði hækkaði mest gengi bréfa í HB Granda, eða um 1,46% en þar á eftir hækkaði mest gengi bréfa í Sjóvá (1,3%) og í N1 (1,17%). Mest lækkaði gengi bréfa í Nýherja um 4,22% en þar á eftir lækkaði mest gengi bréfa í TM (2,17%) og í Högum (1,44%).

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,06% og stendur lokagildi hennar í 1.415,94.