Dressmann á Íslandi hagnaðist um 36,6 milljónir króna árið 2019, samanborið við tæplega 66 milljónir árið 2018. Hagnaður félagsins dróst því saman um rúm 44% milli ára.

Vörusala félagsins dróst lítillega saman á milli ára, úr tæplega 597 milljónum króna í 571 milljón. Rekstrargjöld hækkuðu úr 519 milljónum í rúma 531 milljón en laun og launatengd gjöld voru 182 milljónir en 168 milljónir árið 2018.

Eignir félagsins lækkuðu um 29% milli ára, úr 423 milljónum í rúmlega 344. Eigið fé félagsins var tæplega 243 milljónir en 344 milljónir árið áður, fór því eiginfjárhlutfall félagsins úr 81% í 70%.

Greiddur arður nam 138 milljónum árið 2019 en tæplega 98 milljónum 2018. Eignarhald allra hlutabréfa er í höndum norska félagsins Dressmann AS. Í stjórn sitja Toralf Riskild, Petter Varner og Leiv Erik Martinsen en hann er einnig framkvæmdastjóri.