*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 18. febrúar 2019 15:25

14% aukning hjá Icelandair og 44% samdráttur hjá Wow

Mikil breyting verður á sætaframboði íslensku flugfélaganna til og frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar.

Ritstjórn
easyJet er eitt þeirra félaga sem draga mun úr framboði flugsæta til og frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar.
Haraldur Guðjónsson

Útlit er fyrir að Icelandair auki framboð sitt á flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli um 14*% næsta sumar miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu ISAVIA um sumaráætlun á Keflarvíkurflugvelli sem tekur til tímabilsins frá byrjun apríl til loka októbermánaðar. Hins vegar gerir sumaráætlun Wow ráð fyrir að framboðið félagsins dragist saman um 44% næstu sumarvertíð. Framboð Icelandair eykst þá úr rúmum 3,5 milljónum sæta upp í tæpa fjórar milljónir. Framboð Wow fer úr 2,7 milljónum sæta niður 1,5 milljónir sæta.   

Af öðrum félögum áformar EasyJet að minnka framboð sitt um 11%, British Airways um 23% og Norwegian um 14%. Hins vegar áætlar Wizz air að auka framboð sitt um 15%, SAS um 22% og Finnair um 10%.

Heildarframboð sæta til og frá Keflavíkurflugvelli mun dragast saman um 10% milli ára og fara úr 7,9 milljónum sæta niður í 7,1 milljón. Munar þar mestu um samdrátt til og frá Bandaríkjunum (29%) og Bretlandi (22%). 

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is